Jólaopnun Misturs

Laugardaginn 8. desember verður opið hús hjá okkur í Mistur á milli kl. 11-16. Jólakósýstemming í litla krúttlega rýminu okkar þar sem hægt verður að fá bæði ýmislegt í og utan um umhverfisvænu jólapakkana. 

Hvetjum vitanlega alla til að taka með sér margnota poka og ef þið viljið losa ykkur við umframmagn af pappírsburðarpokum þá tökum við að sjálfsögðu glöð við slíku og notum aftur. Og að sama skapi, þeir sem vilja litla sæta (tóma:))kassa undir jólapakka geta tekið með sér eins og þeir vilja sér að kostnaðarlausu á meðan birgðir endast. Vonandi nýta einhverjir sér þetta. Notum aftur og aftur og aftur....

Sjáumst hress í Fannafold 6, laugardaginn 8. desember

Til baka í fréttir