Við fengum senda svo skemmtilega hugmynd frá einum af okkar góðu viðskiptavinum að við einfaldlega urðum að fá að fjalla aðeins um hana.
Þessi ætlar að gefa góðar og umhverfisvænar jólagjafir en er ekki alveg viss um hvort viðtakendur geri sér almennilega grein fyrir hvað um ræðir og hvernig á að nota hlutina. Hún brá þá á það ráð að prenta út leiðbeiningar og upplýsingar af síðunni okkar um vörurnar og notar sem gjafapappír.
Okkur finnst þetta alveg þjóðráð því að með þessu ertu að smita útfrá þér og kynna umhverfisvænni vörur fyrir þínum nánustu og benda þeim á hvað hægt er að nota, til hvers og jafnvel í staðinn fyrir hvað.
Við vitum hvað er í pökkunum á myndinni en getum þvði miður ekki upplýst um innihaldi strax - það væri bara ekki fallega gert.
Við þökkum þér AE kærlega fyrir að vera í sambandi við okkur og gefa okkur leyfi til að fjalla aðeins um þessa hugmynd. við elskum nefnilega að heyra frá ykkur :)
Já, þær eru margar leiðirnar sem við getum notað til að hvetja fólk í næsta skref. Við getum ekki öll allt - en allt sem þú gerir - eða gerir ekki - telur.