Gleðilegt ár

Jæja kæru vinir, það er nú ekki seinna vænna en að segja gleðilegt nýtt ár og okkar allra bestu þakkir fyrir síðustu ár. Á síðust misserum hefur orðið ótrúlegur viðsnúningur í vitundarvakningu almennings þegar kemur að umhverfismálum og þá kannski helst í tengslum við allt ruslinð sem fer frá heimilum okkar. Hér hjá Mistur höfum við kappkostað að bjóða upp á valmöguleika til að auðvelda öllum að lifa umhverfisvænni lífsstíl og höfum svo sannarlega séð og fundið áhugann vaxa.  Og vitið þið, það er svo dásamlegt að verða vitni að þessu. Það getur alveg verið smá átak að breyta. Við mælum með að nota sömu aðferð og er notuð við að borða fíl, sem sagt einn bita í einu, - eitt atrið í einu. Og ekki henda nothæfum hlutum bara til að kaupa nýtt, það er sóun. Næst þegar þú þarft að endurnýja t.d. tannburstann, skoðaðu bambustannbursta, uppþvottabursta - skoðaðu timbur og þar fram eftir götunum.  Það sem virðist standa fólki helst fyrir þrifum við að nota t.d. margnota burðarpoka er að muna eftir að taka þá með. 

Við höfum þá trú að þetta nýja ár beri eitthvað afskaplega fallegt og gott með sér. Við hlökkum til að bæta enn frekar í vöruúrvalið og þar gætuð þið jafnvel aðstoðað með að senda okkur ábendingar um það sem ykkur finnst vanta. 

Njótið dagsins í dag um leið og þið hugsið til framtíðar

Kær kveðja

Þórunn


Eldri færslur Yngri færslur