Glæný íslensk handsápa frá Sápufólkinu

Við kynnum til sögunnar silkimjúka og glænýja handsápu, handgerða í 101 Reykjavík af Sápufólkinu. Fyrst um sinn er hægt að fá tvær tegundir af sápu og fyrst ber að nefna hreindýrasápuna. Já, þú last rétt - hreindýrasápu. Í þessari sápu er aðalhráefnið hreindýrafita sem kemur af austurlandi. Þetta hráefni hefur hingað til verið urðað og ekki nýtt í neitt og því einstaklega snjallt að fullvinna þetta eðalhráefni. Í hreindýrafituna er búið að blanda handtýndu blóðbergi af vestfjörðum og því má segja að sápurnar gerist ekki mikið íslenskari.

Hreindýrasápan er u.þ.b. 90-100 gr. og er hverju og einu stykki handpakkað í endurunnar umbúðir.

Hin sápan sem um ræðir eru úr ólífuolíu og kókoshnetuolíu og ilmar alveg hreint frábærlega af greipaldin og morgunfrú. Þessi dekrar við húðina eins og hún best getur en ólífuolía hefur einmitt verið notuð í aldaraðir bæði útvortis og innvortis. Þó að þessi bæði lykti og líti út eins og eitthvað góðgæti er ekki mælt með að innbyrða þessa.

Þú getur skoða báðar sápurnar frá Sápufólkinu betur með því að smella hér

Til baka í fréttir