Fimm ástæður fyrir því að nota Friendly soap

Friendly soap, sápurnar okkar koma frá litlu handverksfyrirtæki í Bretlandi sem framleiðir sápustykkin með hreinni samvisku með það að markmiði að hafa sem minnst skaðleg áhrif á náttúruna og hægt er.
Okkur langar því að benda á fimm ástæður fyrir því af hverju sápustykkin séu frábær kostur, bæði fyrir þig og umhverfið.



1. Umbúðirnar um sápustykkin eru litlar sem engar
Þar sem sápurnar eru í stykkjum en ekki fljótandi krefjast þær engra plastbrúsa! Einu umbúðirnar eru litlar pappaumbúðir sem eru úr endurunnum pappa sem auðveldlega er hægt að endurvinna aftur.

2. Sápurnar endast lengur
Ef rétt er hugsað um sápustykkin geta þau endst alveg ótrúlega vel. Hvert hársápustykki getur t.d jafnast á við um þrjá brúsa af sjampói. Þessir þrír plastbrúsar mundu þá ekki enda útí náttúrunni!

3. Sápurnar eru frábærar í ferðalagið
Hársápurnar eru frábærar í ferðalagið þar sem þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sápurnar leki í farangrinum eða að þær séu innan þeirra vökva takmarkanna sem leyfilegur er á flugvellinum. Svo passa þær fullkomlega í handfarangurinn enda eru þær bæði litlar og léttar. Þær geta einnig komið í veg fyrir að þú notir einsskammta hárvörur sem oft er boðið uppá á hótelum sem hjálpar okkur einnig að draga úr einnota umbúðum.

4. Sápurnar taka lítið pláss
Já þær taka næstum ekkert pláss! Fullkomnar í að koma í veg fyrir offullar sturtur af plássfrekum brúsum eða þar sem lítið geymslupláss er í boði.
Og þar sem þær eru litlar og léttar og endast lengur hafa þær mun minna kolefnaspor. Fyrir hvern gám sem fluttur er inn af sápustykkjum þyrfti að flytja inn um 10-15 gáma af fljótandi sápu til að ná sama fjölda af þvottum.

5. Náttúrulegur valkostur
Friendy soap notast eingöngu við lífræn og náttúruleg efni í sápurnar og eru þær jafnframt skráðar og samþykktar hjá: The Vegan Society, Cruelty Free International og fá hæstu einkun hjá The Ethical Consumer.


Eldri færslur Yngri færslur