....tja, hvað finnst þér?
en...
...hvernig á ég eiginlega að nota laxerolíuna mína?
Þessa spurningu höfum við fengið þó nokkuð oft hérna í Mistur svo að hér koma nokkrar hugmyndir.
- Laxerolíu má nota sem næringu á andlitið á kvöldin, annað hvort að nudda olíunni vel inn í húðina eða jafnvel setja heitan klút á andlitið, þá hjálpar hitinn olíunni betur inn í húðina.
- Það má nota hana sem næringu fyrir hárið, annaðhvort eina sér eða blanda hana saman við kókosolíu, jójóba olíu eða black seed olíu (og þá er ekki verra að setja nokkra dropa af rósmarín ilmkjarna olíu saman við til að örva hárvöxtinn).
- Laxerolía getur mögulega lýst upp brúna bletti á húðinni en það getur tekið tíma og þolinmæði eins og með svo margt náttúrulegt.
- Setja nokkra dropa í naflann að kvöldi og nudda aðeins getur hjálpað ristlinum að vinna betur.
- Laxerolían losar um stíflur bæði að innan og utan og má nota til að nudda á auma vöðva og liði. Hægt er að nota olíuna eina og sér en einnig er hægt að blanda henni saman við olíur eins og möndluolíu eða jafnvel arnikuolíu og styrkja svo blönduna með cayenne pipar og ilmkjarnaolíum.
- Laxerolíubakstur á kviðinn þykir góður til að draga úr krampa í ristlinum og losa um stíflur og getur mögulega hjálpað við tíðaverkjum.
- Laxerolían er þykk og þarfnast þolinmæði í notkun, hún er ekki ætluð til inntöku og notist með með mikilli varúð á meðgöngu og þá helst bara í andlit og hár.
Laxerolían okkar er hexan frí, en hexan er efnafræðilegt leysiefni m.a notað við útdrátt á olíum og getur skilið eftir sig leyfar í lokaafurðinn og þessar leyfar geta mögulega verið skaðlegar heilsunni.
Þú finnur 100 ml. laxerolíuna hér og 250 ml. hér.