11.11. 2020

Miðvikudaginn 11.11. 2020 verður 15% afsláttur af öllu hjá okkur í vefverslun og um að gera að grípa gæsina og nálgast þær umhverfisvænu vörur sem við höfum uppá að bjóða. Engin biðröð hjá okkur og þú tekur bara það pláss sem þú vilt við tölvuna þína. Afslátturinn virkjast í lok pöntunar þegar kóðinn 11.20 er sleginn inn í þar til gert svæði. 

Hægt verður að koma og sækja til okkar á fimmtudeginum 12.11 frá kl. 16 -19 og tökum við á móti ykkur vopnuð grímu og dásamlegu handspritti frá Nathalie Bond. Ef einhver kemst ekki á þessum tíma, finnum við bara tíma sem hentar betur - minnsta mál.

Við viljum vekja athygli þeirra sem vilja fá sent að ódýrast er að fá sent í póstbox og gaman að segja frá því að pósturinn er nú í óða önn að fjölga póstboxum út um allt land, en hægt er að sjá hér hvar finna má póstbox á landinu.  Að fá sent í póstbox kemur líka í veg fyrir að þurfa að standa í röð fyrir utan pósthús og þú sækir þegar þér hentar.

En eins og alltaf þá sendum við frítt heim ef pantað er fyrir 15 þús. kr. eða meira og notum gjarnan þjónustu póstsins til þess.

 

Til baka í fréttir