Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 2

Jurtaapótek

Læðingur te, 100 gr.

Læðingur te, 100 gr.

Verð 2.990 kr
Verð Söluverð 2.990 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Jurtablanda fyrir astma og bronkítis.

Læðingur er slímlosandi jurtablanda sem virkar vel fyrir astma, bronkítis og lungnakvef. Sérstaklega góð þegar lungun eru full af gömlu eða þykku slími. Læðing má nota reglulega eða eftir þörfum.

Innihald:
Inula (Inula helenium) - Hjálpar lungum að losa um gamalt slím.
Lakkrísrót (Glycyrrhiza glabra) - Mýkir slímhúðina í hálsinum.
Hvannarrót (Angelica archangelica radix) - Losar slím úr lungum með því að örva bifhárin í lungunum til að hreyfa slímið áfram.
Síberíu ginseng (Eleutherococcus senticosus) - Gefur líkamanum meiri kraft með því að örva súrefnisflutning.

Varúð: Fólk með bjúgvandamál eða of háan blóðþrýsting má ekki nota Læðing.

Notkun:
Setjið 3 msk af jurtunum í pott með ½ lítra af vatni og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið krauma við vægan hita í 20 mínútur. Síið jurtirnar frá og drekkið yfir tvo daga.
Neytið ekki á tóman maga. Hættið notkun ef vart verður óeðlilegra einkenna.
Til að auka virkni teblöndunnar má setja lúku af fjallagrösum og bæta 250 ml af vatni við. Ef þörf er á að bragðbæta aðeins þá má setja smá piparmyntu út í pottinn síðustu mínúturnar.

Umbúðir: Pappírspoki með járnspennu.

Framleitt af Jurtaapótekinu.

Sjá allar upplýsingar