Te tré og túrmerik sápa
Te tré og túrmerik sápa
Í þessari sápu sameinast tvö ofuröflug náttúruleg hráefni – te tré ilmkjarnaolía og túrmerik – og úr verður sápa sem á sér enga líka.
Froðan sem myndast er silkimjúk, kremkennd og öflug og getur eflt ónæmisvarnir ásamt því að vera bakteríu- og sveppadrepandi.
Og hér, í þessari sápu mætast te tré og túrmerik – sem hefur verið í notkun í yfir 2000 ár á Indlandi. Bólgueyðandi og heilsubætandi eiginleikar túrmeriksins eru of margir til að lista hér upp.
Hvert sápustykki er handgert úr kókoshnetuolíu, shea smjör, ólífuolíu, te tré ilmkjarnaolíu, túrmerik rótardufti, vatni. Og engu öðru.
Allar sápurnar okkar eru án; Pálmaolíu, paraben, súlfats, tríklósan, phthalate (þalöt), já og grimmdar. Umbúðir þeirra eru úr endurunnum pappír, án plasts og þær má endurvinna aftur. Friendly sápurnar eru jafnframt skráðar og samþykktar hjá: The Vegan Society, Cruelty Free International Og fá hæstu einkun hjá the ethical consumer.
Innihald: Sodium cocoate, Sodium rapeseedate, Aqua, Sodium shea butterate, Melaleuca alternifolia (tea tree) essential oil contains limonene, Curcuma longa (turmeric) root powder