Vottanir og umhirða - Brush with bamboo

Um Brush with Bamboo tannburstana

Frá upphafi hafa tannburstarnir okkar verið úr 100% lífrænum bambus en núna er gaman að segja frá því að í höfn er vottun frá CERES í Þýskalandi svo þú getur treyst því 100% að burstarnir séu lífrænir. Bambusinn vex við náttúrulegar aðstæður og engin eiturefni eru notuð, hvar sem er í framleiðsluferlinu. Frá því að Brush with bamboo fór af stað fyrir rúmum sex árum hafa burstarnir verið í stöðugri þróun með það fyrir augum að bjóða ávallt umhverfisvænustu og bestu lausnina sem völ er á hverju sinni. 

Til að tryggja öryggi fara tannburstarnir okkar í gegnum skoðanir og það er staðfest að þeir séu bæði án eiturefna og BPA 



Umbúðirnar okkar

Það er lítt þekkt staðreynd að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjana setur tannbursta í A flokk um lækningatól. Þess vegna þurfa tannburstarnir að koma í innsigluðum umbúðum til neytandans. Þetta er ástæðan fyrir umbúðunum okkar en þrátt fyrir það eru þær eru eins umhverfisvænar og nokkur kostur er. 
Umbúðirnar sem núna eru notaðar eru tvenns konar. Pokarnir eru sellófan pokar sem framleiddir eru úr plöntu sellólósa, en sellulósi er náttúrleg fjölsykra og er uppistaðan í öllum plöntum. Sellófan er þannig í þeim flokki plastefna sem geta kallast lífræn plastefni. Því mega pokarnir fara í moltukassann. Pappakassinn utan um er síðan úr pappír sem má endurvinna að fullu. Ekkert lím er notað í umbúðirnar.

Burstahárin

Hárin sem notuð eru í burstunum eru samansett af 62% laxerolíu (caster bean oil) og 38% nyloni. Þessi hár eru biobased, en þó ekki niðurbrjótanleg að fullu. Einu lífrænu hárin sem notuð hafa verið í tannbursta eru svínahár sem notuð voru áður en nylonið kom til sögunnar. Svínahárin hugnast okkur  ekki.  Við teljum hárin í burstanum okkar vera besta kostin sem völ er á í dag. Auk þess eru hárin ólituð en gera má ráð fyrir að aukaefni séu notuð í þau burstahár sem eru lituð.  

Umhirða burstanna 

Geymdu burstann á þurrum stað.

Bambus er náttúrulegt hráefni sem endist best þegar það er geymt á þurrum stað. Þess vegna er best að geyma tannburstana í tannburstastandi sem loftar um en ekki í glasi þar sem vökvi getur safnast saman í botninum. 

Þrif á burstahárum

Þér er óhætt að þvo og hugsa um burstahárin á burstanum á sama hátt og þú gerðir við plasttannburstann.

Skaftið á burstanum

Bambus er með viðaráferð og ekki er óeðlilegt þó að liturin á þeim hluta burstans sem fer í munni dofni með tímanum.  Það á ekki að hafa nein áhrif á burstun. 

Líftími tannburstans

Með góðri umhirðu á burstinn að duga eins lengi og hefðbundinn tannbursti.  Bandaríksku tannlæknasamtökin mæla með að skipta um tannbursta á þriggja mánaða fresti. Misjafnt er þó hversu fast og oft hver og einn burstar tennurnar og því hefur það áhrif á líftíma hjá hverjum og einum. 

Förgun tannburstans

Hægt er að hluta tannburstann í sundur til förgunar en þar sem burstahárin eru ekki niðurbrjótanlega borgar sig að taka þau úr. Vegna smæðar háranna er erfitt að endurvinna þau og þvi enda þau væntanlega flest sem landfylling. Samt sem áður eru það aðeins 2,8% af burstanum sem fara í landfyllingu á móti öllum tannburstanum áður. Ekki fullkomið, en skref í rétta átt. Gott er að nota einhverskonar töng til að kippa hárunum úr tannburstahausnum. Við það losnar jafnfram pínulítið hefti sem heldur hárunum á sínum stað í burstanum. Handfangið má svo endurvinna eða uppvinna með einhverjum hætti heima við.

Tannburstahandfangaði má bæði setja í timburkassa á endurvinnslustöð eða í moltukassa heima við. Með þessu móti á hann að brottna niður í moltukassa á u.þ.b. sex mánuðum, en það getur tengið lengri tíma hér heima á Fróni. Hins vegar er vert að benda á að skaftið er 100% hreinn og fallegur bambus sem nota má á ýmsa vegu. 

Förgun umbúða

Pokinn utan um burstann er jarðgeranlegur, þ.e. má fara í moltukassa og á að brotna þar niður. Kassinn utan um burstann er úr 100% pappír og má því fara í endurvinnslu eða moltukassann. En kannski dettur þér eitthvað ótrúlega sniðugt í hug til að nota kassann aftur. Mikið væri það nú skemmtilegt. 

Viltu smella þér á tannbursta? þú finnur þá hér

 


Eldri færslur Yngri færslur