Sem leiðandi evrópskt vörumerki vottaðra lífrænna steinefna sólarvarna teljum við hjá Sol de Ibiza að verndun húðarinnar ætti ekki að vera á kostnað umhverfisins. Þess vegna notum við náttúruleg og lífræn innihaldsefni í vörum okkar. Við notum einnig plastlausar og umhverfisvænar umbúðir, svo þú getir notið sólarinnar vitandi að þú ert að leggja þitt af mörkum fyrir plánetuna.
Úrval okkar af sólarvörnum býður upp á breiðvirka vörn og hentar öllum húðgerðum, sem gerir þær fullkomnar fyrir alla fjölskylduna. Til að styðja enn frekar við umhverfisvæn markmið okkar höfum við búið til þessa sólar handbók til að hjálpa til við að útskýra hvernig sólarvörn virkar og hvers vegna það skiptir máli að velja rétta sólarvörn.
UVA og UVB geislar
UVA-geislar fara dýpra inn í húðina en UVB-geislar og eru aðal orsök ótímabærrar öldrunar og hrukka. Þeir skaða húðina alveg niður í neðsta lag húðarinnar sem heitir undirhúð. UVB-geislar hafa áhrif á ystu lögin og eru aðal orsök sólbruna, auk þess að auka hættuna á húðkrabbameini.
Án sólarvarna komast sólargeislar inn í húðina og skemma hana.
Hvernig virkar sólarvörn?
Kemísk sólarvörn:
- Dregur í sig UV geisla og umbreytir þeim í hita.
- Tilbúin innihaldsefni t.d. oxybenson.
- Getur tekið 30 mínútur að virka.
- Getur komist inn í húðina og raskað hormónakerfinu.
- Skaðleg fyrir lífríki sjávar og kóralrif.
Steinefna sólarvörn:
- Býr til áþreifanlega hindrun sem endurkastar útfjólubláum geislum.
- Náttúruleg steinefni (sink oxíð, títaníum díoxíð).
- Virkar strax.
- Helst á yfirborði húðarinnar, er öruggari.
- Er lífbrjótanleg og örugg fyrir kóralrif og sjávarlíf.
Hvað er náttúruleg sólarvörn?
Kemísk sólarvörn hljómar ekki freistandi, er það? Rannsóknir staðfesta að mörg innihaldsefni í kemískum sólarvörnum (s.s. oxybenzone, avobenzone, octisalate, octocrylene, homosalate og octinoxate) geta lekið út í blóðrásina og náð allt að 40 sinnum hærri styrk en viðurkennd öryggismörk eru. Þessi efni sitja ekki bara á húðinni; þau smjúga inn í hana, sem vekur áhyggjur af langtímaáhrifum þeirra á líkamsstarfsemina.
Öruggari valkostur: Sólarvörn úr steinefnum.
Steinefna sólarvörn, eins og Sol de Ibiza, notar náttúruleg steinefni eins og sink oxíð og títaníum díoxíð til að búa til einskonar verndarhjúp sem endurkastar skaðlegum útfjólubláum geislum í stað þess að draga þá inn í húðina. Sink oxíð er þar áberandi fremst í flokki þar sem það hindrar bæði UVA og UVB geisla frá því að komast inn í húðina.
Af hverju “non-nano” sink oxíð?
Þegar kemur að sólarvörn skiptir stærðin máli. „Nanó“ agnir (minni en 100 nanómetrar) geta hugsanlega komist inn í blóðrásina, en „non-nano“ sinkoxíð helst óáreitt á yfirborði húðarinnar og veitir breiðvirka vörn án óæskilegra aukaverkana. Hjá Sol de Ibiza notum við eingöngu sinkoxíð sem ekki er nanó - því húðin þín á skilið það besta.
Meira en vernd: Mikilvægi óvirkra innihaldsefna.
Margar sólarvarnir eru fullar af tilbúnum rotvarnarefnum og gervi ilmefnum sem geta ert viðkvæma húð. Hjá Sol de Ibiza förum við aðra leið. Við veljum aðeins mild, eiturefnalaus óvirk innihaldsefni sem auka áferð, ilm og endingartíma - án þess að skaða heilsu húðarinnar.
Næst þegar þú grípur Sol de Ibiza sólarvörnina þína sem er úr “non-nano” sinkoxíði, þá geturðu verið viss um að þú ert að velja hreina, húðvæna og umhverfisvæna vörn, sem gerir þér kleift að slaka á og njóta sólarinnar.
Gildi sólarvarna stuðla (SPF).
Hlutfall UVB geisla sem verndað er gegn, er breytilegt eftir sólarvörnum. Þó að munurinn virðist lítill, þá hentar sólarvörn með hærri SPF betur fyrir ljósa húð eða þá sem hafa sögu um krabbamein. Hafðu í huga að engin sólarvörn hindrar UV geisla 100%.
SPF-gildi lækkar verulega ef þú berð ekki nóg á þig. Flestir bera aðeins á sig 1/3 af þeirri sólarvörn sem þeir þurfa. Gakktu úr skugga um að þú notir nóg og vanrækir ekki erfiða staði sem auðvelt er að ná til og gleyma, eins og eyrum, fótum og efri hluta baksins.
Við mælum með:
Fyrir líkamann - þrjár matskeiðar af sólarvörn
Fyrir andlitið - ein matskeið af sólarvörn
Oftast er notað alltof lítið eða um ein matskeið fyrir allan líkamann.
Ekki gleyma að sólin er líka góð 🙂
20 mínútur í sól daglega (án sólarvarna á húð og ekki í beinni sól milli kl. 10 og 16) veitir gott magn af D-vítamíni sem er mikilvægt fyrir almenna vellíðan.
- Kemísk sólarvörn: Berist á húð 30 mínútum fyrir sólbað þar sem efnahvörfin þurfa tíma til að virka.
-
Steinefna sólarvörn: Berist á húð rétt fyrir sólbað þar sem hún endurkastar útfjólubláum geislum strax.
- Engin bið, tafarlaus vörn. Berið steinefna sólarvörn á húðina rétt áður en þið farið út í sólina, því hún virkar strax og veitir bestu mögulegu vörn.
- Berið sólarvörn á húðina á tveggja tíma fresti. Berið oftar á eftir sund, ef þið svitnið mikið og eftir handklæðanotkun.
- Þegar þú getur, notaðu hlífðarfatnað, þar á meðal hatt með breiðu barði og sólgleraugu sem hindra útfjólubláa geislun í augun. Skygging getur dregið úr útsetningu fyrir útfjólubláum geislum um 50% eða meira.
- Notið sólarvörn 15 eða hærri til að minnka hættuna á húðkrabbameini og gætið þess að hylja viðkvæm svæði eins og eyru, nef, axlir, bringu og háls.
- Best er að nota breiðvirka sólarvörn til að verjast bæði UVA og UVB geislum.
- Endurskin frá snjó og vatni getur aukið sólarljósið um 50%.
- Notið sólarvörn sem er örugg fyrir lífríki sjávar og kóralrif (laus við oxybenzone og octinoxate) þegar þið syndið eða baðið ykkur í sjó og náttúrulegum laugum.
- Ef þú ert að synda eða svitna er best að velja vatnshelda sólarvörn til að vernda húðina lengur.
- Útfjólublá geislun eykst um 4% fyrir hverja 300 metra hæð yfir sjávarmáli.
- Jafnvel á skýjuðum dögum geta allt að 90% af útfjólubláum geislum farið í gegn og brennt húðina.
- Við vitum að það er ekki auðvelt, en reyndu að lágmarka tímann í beinni sól frá klukkan 10 til 16 á heitustu sumarmánuðunum.
Hjá Sol de Ibiza eru sólarvarnirnar okkar hannaðar fyrir þá sem vilja njóta sólarinnar og allrar þeirrar gleði sem hún færir.
Alveg eins og þú, elskum við að njóta hlýjunnar. Hins vegar er raunin sú að sortuæxli er fimmta algengasta krabbameinið í Evrópu, sem stafar af langvarandi veru í sólinni án verndar. Jákvæða hliðin? Með því að nota gæða sólarvörn reglulega geturðu minnkað áhættuna um allt að 80%. Svo að næst þegar þú stígur út í sólina, ekki gleyma að vernda þig og njóta áranna framundan með okkur.
Sol de Ibiza sólarkrem og olía
- Breiðvirk vörn gegn UVA/UVB geislum
- Laus við efni sem raska lífríki sjávar
- Rakagefandi formúla
- Vörn í vatni
- Laus við paraben
- Vegan
Sink oxíð og öflugir eiginleikar þess:
Sink oxíð skapar ekki aðeins hindrun gegn útfjólubláum geislum, vindi, kulda og mengun heldur hefur það marga aðra kosti fyrir húðina, t.d. er gott að nota krem með sink oxíð á húð eftir lasermeðferð (skv. rannsókn Effects of zinc oxide based cream on post-laser skin care showed its effectiveness after laser treatments).
Sink oxíð:
- Róar ertingu, roða og bólgu í húð
- Hefur bakteríudrepandi og sveppaeyðandi eiginleika
- Kemur jafnvægi á fitustig húðar og getur því gagnast vel fyrir feita húð
- Kemur meira súrefni í húðina og dregur úr öldrunareinkennum
- Tilvalið fyrir fólk með ofnæmi eða viðkvæma húð
Þú finnur allt frá Sol de Ibiza hér.
Íslenskað og unnið uppúr ,,The sun Guide" frá Sol de Ibiza.