Það er alveg óhætt að sega að margir halda að túpur séu tómar þegar maður nær ekki að kreista meira úr þeim. En er það svo? Eitt gott ráð til að komast að því er einfaldlega bara að klippa þær í sundur og athuga eins og við höfum gert hér í þessu ,,gullfallega" myndbandi. Við mælum með að slökkva á hljóðinu :)
Sagt er að allt að 11% séu enn eftir í túpunni þegar maður heldur að hún sé tóm. Eins og fram kemur í myndbandinu þá er hellingur enn eftir og sjálf höfum við náð að nota krem úr túpum í hálfan mánuð eftir að hún var tóm og það var krem sem notað er daglega. Töluverður sparnaður í því, bæði fyrir þig og umhverfið.
......og þetta á að sjálfsögu við um allar túpur, ekki bara nuud.