TANNBURSTI ÚR BAMBUS = BAMBURSTI

Það er satt að segja merkilegt að svo smár og algengur hlutur sem tannburstinn er hafi eins mikil umhverfisleg áhrif og raun ber vitni. Skv. heimasíðu Brush with Bamboo eru árlega framleiddir 4,7 billjón tannburstar úr plasti. Þar af nota Bandaríkin um eina billjón tannbursta sem samsvarar um 25 milljónum tonna af plasti sem fer í ruslið og taka pláss sem landfyllingarefni.*

Það er okkur hjá Mistur því sönn ánægja að kynna til leiks tannbursta sem framleiddir eru úr bambus. Við ákváðum að kalla hann bambursta til að aðgreina hann frá hinum hefðbundna plast tannbursta. Handfangið á bamburstanum er úr 100% lífrænt ræktuðum bambus og mjúk burstahárin úr bifurolíu. Umbúðirnar utan um burstann eru endurvinnanlegar og kassinn úr endurunnum pappír þar sem ekkert lím kemur við sögu.

Bamburstann er hægt að nota jafn lengi og mælt er með fyrir aðra bursta, en að því sögðu viljum við vekja athygli á því að sumir tala um að nota tannburstana þangað til hárin á burstanum fara að svigna. Það er því sennilega einstaklingsbundið hversu lengi hver og einn tannbursti dugar því við burstum misjafnlega oft og notum mismikið afl við tannburstun**

Bamburstarnir eru til í tveimur stærðum, barna og fullorðins. Ef allir fjölskyldumeðlimir nota bambursta er gott að aðgreina þá með því að skrifa nafn eigandans á handfangið.

Til gamans látum við hér fylgja með stutt leikið myndband sem Brush with bamboo gerði til að vekja athygli á líftíma hefðbundins tannbursta. Smelltu hér til að horfa.

Næst þegar þú endurnýjar tannburstann þinn, athugaðu hvort ekki væri í lagi að prófa umhverfisvænan bursta.

* http://www.ecoplanetbamboo.com/news/the-environmen...

** http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/hversu-oft...

Til baka í fréttir