Það er alltaf gaman að kynna nýjar vörur til leiks og þessu merki - Sol de Ibiza - höfum við fylgst með frá því að aðeins ein tegund var komin frá þeim. Nú eru þær hins vegar orðnar fjórar sem segir okkur að vegur merkisins eykts og um leið trúverðugleikinn.
(þú getur smellt á myndirnar til að skoða betur)
Um er að ræða sólarvörn í málmdósum með áskrúfuðu loki og með bæði SPF 30 og 50 og með vörn fyrir UVA og UVB. Hver dós inniheldur 100 gr. SPF 50 kemur líka sem stifti. Eins er í línunni varasalvi með SPF 15 sólarvörn en stórsnjallt er að bera eitthvað á varirnar þegar útivera er mikið stunduð.
Sólarvörnin hentar bæði börnum og fullorðnum. Kremið er frekar þykkt en mýkist upp um leið og það er komið á húðina og þá er mjög auðvelt að bera það á sig og það skilur ekki eftir sig hvíta áferð. Mælt er með að bera kremið á sig á uþb. 2ja stunda fresti eða eftir 40 mín. ef þú ert í vatni eða svitnar mikið.
Aðal vörnin í kreminu kemur frá sinkoxið sem er svokallað ,,nonnanó" en það þýðir að sinkagnirnar eru of stórar til að fara inn í húðina. Auk þess er í kreminu nærandi möndluolía, aloe vera, sólblómafræsolía, kókosolía og kalendúla svo eitthvað sé nefnt.
Stiftið er mjög handhægt og sniðugt að hafa það með í ferðalagið og nota reglulega á svæði sem gjarnan taka við mikilli sól eins og nefbrodd, höku, kinnbein, aftan á hálsi og eyru....sem einhverra hluta vegna gleymast gjarnan.
Umbúðirnar utan um vöruna eru okkur einstaklega mikið að skapi en dósirnar má nota endalaust aftur eða setja í endurvinnslu. Stiftið og varasalvin eru svo í pappahólkum sem má endurvinna aftur.
Vörurnar hentar líka fyrir vegan.
Sol de Ibiza er ekki gamalt merki en stofnandi þess Alessandro Mancini flutti til Ibiza 2015 með ástralskri konu sinni en Ástralir eru margir hverjir mjög meðvitaðir um þau efni sem fara í sjóinn. Alessandro er mikill sjósundsmaður og einn daginn þar sem hann var svamlandi í sjónum ásamt fleiri hundruð og fimmtíu ferðamönnum varð honum hugsað til allra þessara kroppa sem eflaust væru flestir búnir að bera á sig sólarvörn með allskonar efnum og þarna var hann, svamlandi um í ....tja, já hverju?
Leiðum líka hugann að því hvað er í því sem við berum á okkur, hvert það fer þegar við skolum af okkur og hvaða áhrif það hefur þar.