Það hefur sennilega ekki farið fram hjá okkar fólki að átaksverkefnið Plastlaus september er nú í fullum gangi og því er tilvalið að líta aðeins í eigin rann og athuga hvar og hvort við getum sjálf einhverstaðar gert betur.
Við viljum hjálpa til og veitum 15% afslátt af öllum okkar vörum nú um helgina eða frá 8. september og til miðnættis á sunnudaginn 11. september. Afslátturinn er virkur nú þegar.
Ertu kannski ekki alveg viss um þitt næsta skref? Prófaðu að líta í kringum þig í eldhúsinu, baðherberginu, þvottahúsinu, snyrtitöskunni, íþróttatöskunni.... Hvar sérðu plasthluti sem eru svo til búnir og væri í lagi að fara að endurnýja, væri kannski í lagi að hafa þá næst úr öðru efni en plasti?
Eða ertu á byrjunarreit og langar að taka fyrsta skrefið? Þá er bara spurning um hvar þú viljir stíga niður. Er það tannburstinn, uppþvottaburstinn, klósettburstinn! Eða kannski sápan, tannþráðurinn, svitakremið, plásturinn eða tyggjóið! Við þurfum ekki að gleypa allan heiminn, henda öllu og kaupa allt nýtt, það er óþarfa sóun. Einn biti í einu bara rétt eins og maður borðar fíl.
Við hérna í Mistrinu heyrum ósjaldan; ,,hvaða máli skiptir þetta svo sem, við erum pínulítil eyja hér úti í ballarhafi og svo smá að í stóra samhenginu skiptir það sem ég geri, engu máli. Eitt pínulítið rör hefur ekkert að segja“ Þá dæsum við gjarnan með sjálfum okkur og hugsum um öll litlu fiðrildin sem breytt geta heilu veðrakerfunum í einni heimsálfu með því einu að blaka vængjunum sínum í annarri heimsálfu.
Vertu fiðrildi og hafðu áhrif með vængjaslættinum þínum.