Nornastund, fimmtudaginn 30. október
Share
Við endurtökum leikinn sem okkur þótti lukkast svo einstaklega vel í fyrra og verðum aftur með Nornastund í Mistur. Að þessu sinni höfum við Nornastundina daginn fyrir Hrekkjavöku því við heyrðum það á mörgum af okkar góðu viðskiptavinum að þeir hefðu viljað mæta en ekki komist þar sem snattast þurfti m.a. með börn út um allar trissur.
Núna eins og síðast verður ýmislegt um að vera hjá okkur og góðir gestir verða jafnframt á staðnum á milli kl. 15:15 til 19:19
Hið yfirnáttúrulega samanstendur af þeim stöllum Selmu og Dagný en þær halda úti hlaðvarpi á léttu nótunum um dularfulla hluti. Þær eru búnar að setja saman galdrapakka sem hægt er að kaupa og það eina sem þú þarft að gera er að mæta því ásamt því að veita þér yfirnáttúrulega leiðsögn koma þær með allt hráefni sem þarf til verksins. Í boði eru Ástargaldur, Manifest galdur og Hreinsunar- og verndargaldur.
Orkusteinar verða líka á staðnum en Alma Hrönn og Hrabbý ætla að setja fókusinn á tunglið að þessu sinni og taka með ýmislegt tengt því, m.a. dagbækur og steina ásamt ýmsu öðru að ógleymdum öllum þeim fróðleik sem þær búa yfir og snýr að allskonar sjálfsvinnu.
Margrét Sigurðardóttir grasalæknir verður einnig með okkur en hún ætlar að bjóða þér að bragað jurtaseyði sem hún hefur útbúið og fæst hjá okkur og hefur hlotið einstaklega góða dóma. Það sem meira er, ef þú vilt ætlar hún að skyggnast í augun þín og athuga hvort hún geti lesið eitthvað úr þeim sem varðar þína heilsu. Hún er nefnilega ansi lunkin í lithimnulestri.
Annað
Við bjóðum uppá græna og rauða görótta drykki.
Allir sem versla geta sett nafnið sitt í nornapott og einn heppinn fær glaðning
Á staðnum verða lárviðarlauf sem þú getur skrifað á það sem þú vilt losa þig við
Áhugasamar nornir geta síðan sett nafnið sitt á blað því til stendur að stofna Nornahring þar sem nornir geta komið saman til skrafs og ráðagerða, lært af hverri annari og fræðst.
Nú, síðast en ekki síst þá verða ákveðnar vörur á afslætti þessa stund.
Hvað er norn?
Því miður hefur orðið norn á sér frekar neikvæða merkingu sem rekja má langt aftur í aldir. Í dag hins vegar vitum við að nornir voru þær/þau sem unnu í sátt og samlyndi með náttúrunni og kunnu að nýta sér það sem hún gaf til að lækna og hjálpa öðrum. Ljósmæður, heilarar og grasalæknar m.a fengu á sig þennan neikvæða stimpil vegna þekkingar sem gengið hafði mann fram af manni í aldaraðir til að aðstoða og hjálpa náunganum.
Býr ekki norn í þér?