Ný nýverið fékk Þórunn Björk Pálmadóttir, eigandi Misturs í hendurnar starfsleyfi og vottorð sem staðfestir að Mistur hefur hlotið vottun frá Vottunarstofunni Tún fyrir geymslu, dreifingu og markaðssetningu á lífrænum vörum. Skjalið var afhent eftir frekar langt og ítarlegt ferli og úttekt á lífræna teinu frá Moya.
Ragnar Þórðarson verkefnastjóri Túns afhendir Þórunni vottorðið.
Það verður að segjast eins og er að okkur hjá Mistur þykir þetta frekar stórt skref fyrir okkar agnarsmáa fyrirtæki og erum afskaplega stolt yfir að hafa náð þessum áfanga. Ekki aðeins er þetta staðfesting fyrir okkur á því að við séum á réttri leið, heldur einnig að umhverfið okkar, vörurnar og utanumhald þeirra standast ströngustu kröfur.
Vottunin opnar okkur jafnframt dyr að ókönnuðum svæðum og það er aldrei að vita hvert við förum eða hvar við endum…
Moya framleiðir lífrænt ræktað matcha og grænt te og eru vörurnar þeirra jafnframt með Evrópulaufblaðinu sem stendur fyrir lífræna vottun í Evrópu. Reyndar er Moya líka vottað í Japan þannig að segja má að vottunin sé þreföld.
Hægt er að skoða það sem við erum nú þegar komin með frá Moya með því að smella hér og eins vonumst við til að ná að birta fljótlega umfjöllun um smökkun á teinu sem var hjá okkur ekki alls fyrir löngu.