Mistur er átta ára og okkur finnst það hellingur.
Þess vegna ætlum við að hafa opið hús laugardaginn 23. apríl frá kl. 10-14 á Gylfaflöt 5 og bjóða uppá vöfflur. Þér er boðið að koma og gleðjast með okkur og í raun má segja við við fögnum tvöföldum áfanga því ekki aðeins erum við átta ára heldur erum við líka búin að vera í um ár á Gylfaflötinn þar sem okkur líður svo ótrúlega vel.
Við vonum að þú sjáir þær fært að kíkja til okkar og ef þú smellir á myndina hér fyrir neðan lendirðu á Facebook viðburðinum okkar og ef þú meldar þig þar þá minnir FB þig á þegar nær dregur. Svo sniðugt :)
Þeir sem hafa heimsótt okkur í Grafó hafa allir rekið augun í ,,brettaeyjuna okkar" og á opna húsinu verða þar ýmis tilboð sem gaman gæri verið að kíkja á.
Við hlökkum til að sjá þig í afmælisveislunni okkar, við ætlum að fagna hverju ári því þau eru ekki sjálfsögð.