Fljótandi kókosolía (Fractionated Coconut oil) – Notkunarmöguleikar
Í fljótandi kókosolíu er búið að brjóta upp fitusýrurnar og fjarlægja löngu fitusýrukeðjurnar úr sem m.a. gerir það að verkum að geymsluþol olíunnar verður lengra, hún storknar ekki í kulda eins og ómeðhöndluð kókosolía gerir og er lyktarlaus.
Kókosolía er há í MCT (capric acid og caprylic acid) og má taka innvortis, setja hana í kaffi eða te, út í shake eða bara beint í skeið. Hún er líka frábær til að nota í svokallað „oil-pulling“, en þá er matskeið af olíunni sett í munninn og henni velt um munninn í 10 – 20 mínútur, svona eftir því sem tími vinnst til. Ávinningur af þessu er t.d. færri slæmar bakteríur í munni og þ.a.l. heilbrigðara tannhold og tennur og ferskari andardráttur.
Fljótandi kókosolía inniheldur mýkjandi og rakagefandi eiginleika sem vinna að því að byggja upp og halda raka djúpt í húðinni. Hún er því himnasending fyrir þurra og viðkvæma húð, skilur ekki eftir sig feita tilfinningu á húðinni og má bæði nota eina og sér eða bæta út í rakakrem eða húðkrem. Fljótandi kókosolía er líka mun ólíklegri til að stífla húðina heldur en venjuleg óunnin kókosolía. Það má jafnvel nota kókosolíuna sem næringu kringum augun að kvöldi og getur það dregið úr dökkum baugum.
Fljótandi kókosolía er frábær grunnur í margar DIY uppskriftir t.d. andlitskrem, húðkrem, varasalva, baðolíur, nuddolíur og saltskrúbb og getur í mörgum tilfellum komið í stað möndluolíu.
Hvernig get ég notað olíuna?
- Næra bæði þurrt hár og hársvörð; nudda olíunni í hársvörðinn og láta bíða helst yfir nótt ef þurrkur er mikill. Til að ná olíunni úr er best að setja hársápu í þurrt hárið og skola svo úr.
- Gott að bera á þurra húð á olnbogum og hælum.
- Nota sem nuddolíu, eina og sér eða með öðrum grunnolíum og jafnvel ilmkjarnaolíum.
- Fyrir þurrkubletti, útbrot og ertingu í húð, þurrar varir
- Fjarlægja farða; setja í margnota hreinsiskífu og strjúka yfir augu og andlit.
- Hreinsa förðunarbursta; setja kókosolíu í skál, dýfa burstahárunum í olíuna þannig að burstahárin mettist af olíu. Síðan er olían skoluð úr með heitu vatni og endað á að sápuþvo burstann t.d. með uppáhalds Friendly sápunni þinni.
- Næra leður; olían borin á skó, töskur eða húsgögn með mjúkum klút.
- Næra skurðarbretti úr við
- Pússa ryðfrítt stál, s.s. heimilistækin í eldhúsinu
Kókosolíuna frá Amphora Aromatics, sem er að sjálfsögðu í glerflösku, finnur þú hér.