Jólalegur ceremonial kakó bolli a la Jana Steingríms.
Share
Það er fátt meira tilheyrandi en að fá sér heitt kakó á aðventunni til að ylja sér á á dimmum kvöldum, já eða morgnum.
Kristjana Steingríms. -Jana eins og hún er gjarnan kölluð kann svo sannarlega að laða fram ótrúlega girnilegar og hollar uppskriftir fyrir sælkera, enda heilsukokkur og jógagúrú með meiru. Hún var svo yndisleg að galdra fram úr sínum fórum og leyfa okkur að deila með ykkur, uppskrift af ceremonial kakó þar sem hún notar Dalileó kakó og ýmislegt annað til að fá sem mest út úr þessum holla drykk sem kakó er.
Piparmyntu kakó með Dalileo ceremonial kakói
Hráefni
250 ml möndlumjólk (eða önnur plöntumjólk) *
20–25 g ceremonial súkkulaði (100% kakó)
1 tsk hlynsíróp eða hunang (valfrjálst, eftir smekk)
1–2 dropar piparmyntu ilmkjarnaolía
Ögn vanilla ( valfrjálst)
Ögn sjávarsalt
Aðferð:
1. Hitaðu möndlumjólkina í potti við miðlungshita þar til hún er heit, en ekki suðu.
2. Bættu rifnu ceremonial súkkulaðinu út í og hrærðu stöðugt þar til það bráðnar alveg.
3. Settu út í sætu (ef þú velur að nota) og piparmyntudropa.
4. Helltu í bolla og njóttu — hægt að toppa með froðu úr möndlumjólk eða smá kakódufti.
Þetta jólalegakakó er fullkomið fyrir hugleiðslustund, eftir göngutúr eða sem kvölddrykkur til að slaka á.

Svo eru hér líka frábærar hugmyndir fyrir kakóið ykkar ef þið viljið skipta út piparmyntunni.
Kanil – hlýjar, mýkir bragðið og styður blóðflæði.
Engifer (duft eða ferskt) – gefur hita, gott fyrir meltinguna.
Kardimommur – létt sætur ilmur sem vinnur vel með súkkulaðinu.
Múskat eða negull – smá jólaleg krydd
Ashwagandha duft – adaptógen sem styður slökun og jafnvægi.
*heimagerð fljótleg möndlumjólk
500 ml vatn
1-2 msk möndlusmjör
2-3 steinlausar döðlur
Smá vanilla
Smá salt
Allt sett í góðan blandara og blandað vel saman.

Dalileó kakóið fæst hér hjá okkur allt frá 40 gr. (ca 2 bollar) og alveg upp í kíló. Eins eigum við til kanil, engifer og negul og það finnurðu lífrænt hér, beint úr smiðju Kaja Organic.
En af hverju að drekka kakó?
Hreint kakó eins og Dalileó kakó inniheldur mesta magn af magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu, er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og já, ástardrykkur. Það inniheldur phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem "the bliss chemical", er endorfín sem mannslíkaminn framleiðir og hefur aðeins fundist í einni plöntu – Cacao Theobroma. Kakó inniheldur króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur og tryptophan svo eitthvað sé nefnt af þeim góðu efnum sem kakóið hefur að geyma.
Við mælum svo sannarlega með heitu kakói og þúsund þakkir Jana, bæði fyrir myndir og uppskrift og vekjum athygli á að hægt er að finna helling af uppskriftum frá Jönu á jana.is