Hús Handanna Eigilsstöðum poppar upp í Mistur

Mánudaginn 27. júní verður opið hús hjá okkur í Mistur og fáum við til okkar einstaklega góða gesti að austan. Lára hjá Húsi Handanna á Egilsstöðum leggur land undir fót og verður á staðnum og kynnir fyrir gestum og gangandi danska hönnunarmerkið Cofur.

Cofur sérhæfir sig í að hanna og framleiða kvenfatnað og endurvinnur indverska saría í fatnaðinn. Saríarnir eru endurlitaðir og stundum þrykkt nýtt munstur á efnið og óhætt er að segja að engar tvær flíkur eru eins. Línan samanstendur af mýmörgum klæðilegum sniðum í stærð S-XXL og má þar m.a. finna kjóla, skyrtur, kímónóa, pils og túnikur.  Einnig verða á boðstólnum Sól & sumar skórnir frá Shangies frá Stilov beint úr kössunum frá Kóngins Köbenhavn.

Hægt verður að væta kverkarnar og smakka kombucha frá Kombucha Iceland en kombucha er gerjað hrátt og hressandi te sem talið er bæta meltinguna. Fjölmargar bragðtegundir af kombucha eru í boði og okkar uppáhalds er palo santo sem er með kókoskeim, krækiberja og jarðaberja en bragðtegundirnar eru ekki endilega fáanlegar allan ársins hring þar sem framleiðendur Kombucha Iceland leitast við að nota hráefni sem fæst hverju sinni og fara t.d. sjálf og tína krækiberin.

Auk þess ætlum við að kynna til leiks hvítt súkkulaði frá La Naya með grænu matcha tei og þurrkuðum hindberjum sem við flytjum inn frá Moya. Súkkulaðið er pínu sérstakt og ekki með afgerandi matcha bragði en herre gud það er eitthvað svo mikið við það.

 

Að sjálfsögðu verður einnig hægt að skoða og kynna sér allar þær umhverfisvænu vörur sem Mistur býður uppá. Við vekjum jafnframt athygli á að næsta opna hús hjá okkur verður síðan ekki fyrr en í haust og því um að gera að nýta þetta tækifæri og koma og sjá með eigin augum það sem við bjóðum uppá. 

Við verðum á svæðinu frá kl. 14-21 á Gylfaflöt 5 í Grafarvogi og við hvetjum þig til að skrá þig og bjóða vinum á viðburðinn á Facebook hér til að fá áminningu á mánudaginn svo að þú missir nú örugglega ekki af þessu.

Til baka í fréttir