FRÁBÆRT VIÐBRÖGÐ Í BAMBURSTALEIKNUM OKKAR

Það verður að segjast alveg eins og er að við erum himinlifandi með þátttökuna í bambursta Facebookleiknum okkar sem er nýlokið. Hann fór einfaldlega þannig fram að það eina sem þátttakendur þurftu að gera var að segja hversu marga tannbursta þeir myndu þurfa ef þeirra nafn yrði dregið úr pottinum. Þátttakendur nefndu allt frá einum bursta að 70 stk. og sú sem bar sigur úr bítum heitir Elísabet Heiður Jóhannesdóttir og við bíðum nú bara eftir að heyra frá henni og þá munum við senda henni þá fjóra bursta sem hún nefndi.

Hugsið ykkur alla þá plasttannbursta sem við notum öll á hverju ári....Sá áhugi sem þátttakendur sýndu sýnir okkur í Mistur að fólk vill gjarnan draga úr plastnotkun. Ef þátttakendur leiksins myndu safna öllum sínum plasttannburstum saman yrði hrúgan áreiðanlega dágóð.

Þar sem svo margir höfðu hug á að eignast bursta ákváðum við að setja tilboð á tannburstapakkana okkar og það sem meira er, það varð til ný pakkning sem hentar vísitölufjölskyldunni sérstaklega. Tveir fullorðinsburstar og tveir barna. Við viljum gjarnan að sem flestir dragi úr plastnotkun og því ætlum við að bjóða allar fjögura tannbursta pakkningarnar á 2820 kr. fram til mánaðarmóta í stað 3240 kr.

Til baka í fréttir