Við vekjum athygli á breyttum opnunartímum hjá okkur í Mistur fyrir þá sem vilja koma og sækja. Í stað þess að bjóða uppá klukkutímann 15-16 frá mánudegi til og með fimmtudegi verðum við núna við tvo daga í viku;
Þriðjudaga frá kl. 15-17
Fimmtudaga frá kl. 15-16
Við vonum að lengri viðvera á þriðjudögum komi til móts við þá sem eiga erfitt með að koma fyrir kl. 16 og þeir sem vilja sækja fyrir helgi, eiga þess enn kost að koma á fimmtudögum.
Eftir sem áður er alltaf hægt að vera í sambandi við okkur og athuga hvort við séum við á öðrum tímum. Við reynum að svara fljótt og vel í síma 861-1790, á netfanginu mistur hjá mistur.is og á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram og vonum að þú sért að fylgja okkur þar. Við erum reyndar líka á Linkedin ef þú ert þar.