Mistur hjá Frú Laugu og á vistvænum jólamarkaði í Norræna húsinu

Núna um helgina gerumst við víðförul og ætlum að vera á tveimur stöðum. Á fullveldisdaginn, laugardaginn 1. desember tökum við þátt í jólamarkaði hjá Frú Laugu við Laugalæk ásamt fleirum. Þar verður mikil jólastemming, ýmsir framleiðendur að kynna vörur sínar, lifandi tónlist og skemmtun fyrir börnin. Það er alltaf gaman að koma til Frúarinnar við Laugalæk og skoða allar þær kræsingar sem þar eru á boðstólnum og mikið yrði gaman að sjá þig þar. Markaðurinn stendur frá kl. 11-15 og hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook. 

Á sunnudaginn, fyrsta í aðventu (spáið í það...sumir eru enn að bíða eftir sumrinu) verðum við á vistvænum jólamarkaði í Norræna húsinu. Þar verður einnig ýmislegt um að vera og gestir eru hvattir til að koma og eiga notalega stund um leið og þeir skoða svæðið og úrval af vistvænum jólagjöfum. Það er um að gera að mæta þangað í góðu skapi því Leiðindaskjóða ætlar að koma og kíkja á barnabókasafnið. Vistvæni jólamarkaðurinn verður opin frá kl. 12-17 og hér er hlekkur á þann viðburð á Facebook. 

Sjáumst hjá Frú Laugu á laugardaginn OG á vistvænum jólamarkaði í Norræna húsinu á sunnudaginn.

 

Til baka í fréttir