Laugardagar, opið frá kl. 11-14

Þar sem október er við það að ganga í garð lengjum við opnunartímann og bætum laugardögunum við. Þá verður opið hjá okkur á Stórhöfðanum frá kl. 11-14

Sjáumst þar :)

Nornastund 30. okt.

Við endurtökum leikinn og verðum með nornastund fimmtudaginn 30.október frá kl. 15:15-19:19 og með okkur verða frábærir gestir; Stelpurnar í Hið Yfirnáttúrulega og Orkusteinum ásamt Margréti Sig. grasalækni.

Göróttir drykkir og dulúðlegt yfirbragð einkennir stundina.

Við mælum með að smella á hlekkinn hér fyrir neðan og fylgjast með viðburðinum á Facebook til að missa nú örugglega ekki af neinu.

Viðburður á FB

Komdu til okkar á Stórhöfða og fáðu ráðleggingar hjá heilsusérfræðing okkar að bættri heilsu.

Viltu endurnota flöskur og krukkur sem þú átt nú þegar og fækka umbúðum heima?

Á áfyllingabarnum okkar kennir ýmissa grasa og þar finnur þú flest öll hreinlætisefni sem þú notar við heimilisþrifin eða til persónulegra nota.

Verslun okkar á Stórhöfða 33 er opin alla virka daga frá kl. 11-17 og 11-14 á laugardögum