Uppþvottasápukubbur 215 gr.
Uppþvottasápustykkið frá No Tox Life freyðir ríkulega og er einstaklega öflug á erfiða bletti og fitu án þess að þú þornir á höndunum.
Sápuna geturðu einnig notað við önnur almenn þrif á heimilinu, notað sem blettahreinsi á fatnað, náð límmiðum af krukkum, notað á bletti í golfteppum…svo sannarlega fjölhæf sápa.
Hvert 215gr. stk. dugar leeeengi og getur dugað þeim einstakling sem handþvær allt sitt leirtau (þ.e. notar ekki uppþvottavél) í allt að sex mánuði og ef það er aðeins notað á potta og pönnur dugar það mun lengur. (ath. að þar sem þetta er handgerð vara getur þyngdin rokkað frá 215 og upp í 225 gr.)
Notkun:
Hreinsið umfram matarleifar og fitu af disknum. Þegar þrífa á diska, skálar og bolla er gott að nota svamp. Bleytið svampinn og nuddið honum við sápuna til að búa til löður. Gott er að nota skrúbb á potta og pönnur. Sápan virkar bæði í heitu og köldu vatni en mælt er með heitu vatni.
Vinsamlegast athugið að ef eingöngu eru notaðir stífir burstar á sápuna eyðist hún hraðar heldur en ef notaður er mjúkur svampur.
Innihald:
Kókoshnetu sápa, aloe og þykkni af suður amerískum sápuberki,
Án:
Pálmaolíu, súlfat og parabena.
Vegan.
Varúð:
Þar sem sápan er mjög massif er ekki ætlast til að hún sé skorin niður í smærri hluta með öruggum hætti.
Handgert af No Tox Life