DivaCup - tíðabikar - stærð 1
Tíðarbikar- DivaCup- stærð 1
DivaCup er margnota, bjöllulagaður tíðarbikar sem notaður er innvortis og situr neðarlega í leggöngum. Hann safnar saman tíðablóði í stað þess að draga það í sig líkt og tappar gera.
Pakkinn inniheldur einn bikar, bómullarpokar og ítarlegar leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun. (á ensku og frönsku)
- Virkar í allt að 12 tíma
- Hágæða, mjúkt silikon
- Án: latex, plasts, PVC, akrýl, akrýlat, BPA, þalata, elastin og polyetýlín
DivaCup tíðarbikarinn er margnota sílikonbikar sem nota má í allt að 12 tíma áður en hann er tæmdur, skolaður og settur upp aftur og hentar þannig fyrir litlar og meðal blæðingar. Ef blæðingar eru miklar er hann einfaldlega tæmdur oftar. Hentar mjög vel að nota yfir nótt og er frábær margnota valmöguleiki í stað einnota tíðatappa.
Stærð eitt (bleikur kassi) hentar notendum yngri en 30 ára sem ekki hafa fætt barn, hvort sem er í gegnum leggöng eða með keisara.
Stærð tvö (blár kassi) hentar notendum eldri en 30 ára og/eða hafa fætt barn hvort heldur í gegnum leggöng eða með keisara.