Handgerð lífræn sápa í bandi, 175 gr. - lavender

Handgerð lífræn sápa í bandi, 175 gr. - lavender

Venjulegt verð 2.990 kr

Handunnin lífræn sápa með lavender
-Meira en bara sápa.

Þessi handgerða umhverfisvæna sápa frá Malin í Ratan er meira en bara sápa. Um er að ræða vandaða og fjölhæfa vöru sem leyst getur af hólmi ýmsar venjulegar snyrtivörur og því fjöldan allan af umbúðum. Hún nýtist sem venjuleg sápa, hársápa, andlitshreinsiefni, húðkrem og raksápa.

Sápan er sérstaklega mild og rakagefandi og hentar því vel fyrir þurra húð. Þegar sápan er notuð sem hársápa hentar hún fyrir þurran hársvörð og þurrt og hrokkið hár þar sem rakinn í sápunni nærir bæði hár og hársvörð.

Sápan hentar fyrir fullorðna, börn og gæludýr.

Hún þurrkar ekki húðina heldur þvert á móti þá mýkir hún og gefur henni raka. Auðveldlega má kalla fram þykkt og mikið löður sem er vel þegið af þeim sem nota hana sem hár- eða sturtusápu.

Ef þú hyggst nota sápuna í hárið er best að byrja á því að bleyta hana og nudda til að framkalla löður. Nuddið síðan sápunni í blautan hársvörðinn og haldið síðan áfram að nudda til að framkalla enn meira löður og þvo. Skolið síðan sápuna vandlega úr. Sumir kjósa að þvo hárið tvisvar og er það að sjálfsögðu val hvers og eins. Varist að láta sápuna fara í augun. Gott getur verið að skola hárið með ediki eftir þvott og svo aftur í lokin með köldu vatni.

Í sápunni er bæði shea og kakósmjör en saman gera þessi hráefni það að verkum að sápan freyðir ríkulega. Inniheldur einnig lavenderolíu sem er að margra mati ljúfust allra ilmkjarnaolía bæði hvað varðar ilm og nærandi eiginleika. Lavender blómin ljá sápunni fallegan lit og áferð ásamt því að skrúbba mildilega yfir húðina.

  • 175 gr.
  • Snæri úr hamp.
  • Endurvinnanlegar pappírsumbúðir

Framleitt með vottuðum lífrænum hráefnum úr: sænskri ræktaðri og kaldpressaðri repjuolíu, kókoshnetuolíu, sheasmjöri, ólífuolíu, kakósmjöri, lavender ilmkjarnaolíu og lavender blómum.
Innihaldsefni: Sodium canolate, Sodium cocate, Glycerin, vatn, Sodium olevate, Sodium shea butterrate, Sodium cocoa butterate, Lavandula angustifolia olía & blóm. Linalool *.
* hluti í ilmkjarnaolíu
-----
Lífrænu sápurnar frá Malin eru handgerðar í strandþorpinu Ratan í Västerbotten í Svíþjóð.
Með kaupum á sápu í föstu formi minnkar þú magn óþarfa innihaldsefna og umbúða á heimilinu….og hver vill það ekki?

  • Öll hráefni í sápunni eru vistfræðilega vottuð
  • Innihaldefni eru jurtaolía og fita (án pálmaolíu)
  • Lyktarlaus eða með vægum ilmi af lífrænum ilmkjarnaolíum
  • Litur og áferð sápunnar kemur frá leirr og lífrænum jurtum.
  • Notið snærið til að láta sápuna hanga og þorna vel á milli þess sem hún er notuð. Einnig er gott að geyma hana á sápudisk eða lúffu og láta vatnið renna vel af sápunni á milli þess sem hún er notuð.
  • Gott getur verið að vera með tvö sápustykki í gangi í einu og nota sápurnar til skiptis. Með því móti ná sápurnar jafnvel að þorna á milli sem gerir þær enn endingarbetri en ella.

Malin í Ratan vill með framleiðslu sinni stuðla að varðveislu ekta sænsks handverks og smáframleiðslu og um leið bjóða uppá vörur sem eru mildari bæði fyrir menn og umhverfi.

 


Deila þessari vöru


Meira úr þessum vöruflokki