Glow - líkamsskrúbbur
Glow - líkamsskrúbbur

Glow - líkamsskrúbbur

Venjulegt verð 3.990 kr

Hressandi líkamsskrúbbur sem sléttir, mýkir og frískar upp á annars vel nærða og raka húð. Bleikt Himalaya salt fjarlægir varlega dauðar húðfrumur, sítrónugrasið er hressandi á meðan kókosolían og shea smjörið næra húðina um leið og þau gefa henni aukinn raka. Hentar öllum húðgerðum og sér í lagi þurri húð.

 • Framleitt úr vottuðum lífrænum hráefnum
 • +100% náttúruleg
 • +25% lífræn
 • Þyngd 180 ml.

  Notkun
  Notið skrúbbinn einu sinni til tvisvar í viku. Best er að setja lítinn skammt á í einu og nudda mjúklega með hringlaga hreyfingu á raka húðina. Skolið af í lokin, í sturtu eða baði.

  • Eftir opnun er mælt með að nota skrúbbinn innan sex mánaða.
  • Geymið ávallt með lokið á á milli þess sem skrúbburinn er notaður.
  • Geymist á þurrum og köldum stað og ekki í sólarljósi.
  • Vinsamlegast notið skrúbbinn ekki á skaddaða húð og ekki er mælt með að nota hann á andlit.
  • Geymist þar sem börn ná ekki til.
  • Þar sem varan inniheldur ilmkjarnaolíur mælum við með að prófa hana fyrst á litlu húðsvæði.
  • Ef þú gengur með barn eða ert með barn á brjósti er mælt með að leita álits heilbrigðisstarfsmanna vegna innihaldsefna.
  • Getur orsakað sleipa sturtubotna og baðkör, vinsamlegast farið varlega.
  • Ath. við flutning getur skrúbburinn orðið stífur í kulda og bráðnað í hita. Það er eðlilegt. Látið standa við stofuhita í nokkra klukkutíma fyrir notkun og hrærið upp í skrúbbnum með skeið eða gaffli áður en notkun hefst.

  INNIHALDSEFNI: natríumklóríð (Himalaya bleik sölt), cocos nucifera (kókoshneta) olía *, butyrospermum parkii (shea) smjör *, helianthus annuus (sólblómaolía) fræolía *, cetearyl ólivate, sorbitan olivate, tókóferól (e-vítamín), cymbopogon flexuus sítrónugras) olía, eugenol +, geraniol +, citronellol +, citral +, limonene +, linalool +.

  • *lífrænt hráefni
  • + náttúrulegar ilmkjarnaolíur

  Innihaldslýsing getur breyst án fyrirvara, vinsamlegast skoðið innihaldslýsingu á umbúðum til að sjá nýjasta innihaldsefnalistann.

  ------

  Þau hjá Nathalie Bond hafa búið til breska línu af handgerðum, lífrænum líkamsskrúbbum sem eru bæði endurnærandi og orkugefandi ásamt því að hreinsa húðina og mýkja.

  Að meðaltali bera konur 168 eiturefni daglega á húðina og eru jafnvel ekki meðvitaðar um hvaða áhrif þessi efni geta haft til langs tíma á heilsu þeirra eða umhverfið. Hugmyndafræðin á bak við stefnu Nathalie Bond er ,,minna er meira” og þess vegna nota þau aðeins mild náttúruleg hráefni í vörurnar sínar.

  Umsagnir

  Byggt á 1 umsögn Skrifa umsögn

  Deila þessari vöru


  Meira úr þessum vöruflokki