Gentle – alhliða húðkrem
Gentle – alhliða húðkrem

Gentle – alhliða húðkrem

Venjulegt verð 2.950 kr

Veldu einfaldleikann í húðumhirðu þinni!

Af hverju að flækja málin með mörgum kremum þegar þetta fjölhæfa krem getur sinnt mörgum hlutverkum?

Milda og lífræna húðkremið okkar nærir og gefur raka, hreinsa óhreinindi og farða af andlitinu án þess að ganga of nærri húðinni, róar og sefar auma húð, exem og psoriasis. Það er 100% náttúrulegt og má þess vegna nota á varirnar. Hentug stærð og fjölhæfni kremsins gerir það að frábærum ferðafélaga.

Við mælum með þessu kremi ef þú ert með viðkvæma húð, ert ófrísk eða vilt krem sem er öruggt að nota á börn.

Framleitt úr vottuðum lífrænum innihaldsefnum

 • +100% náttúrulegt
 • +85% lífrænt
 • 60 ml.

+Lífræn kalendúllu olía er þekkt fyrir róandi og sefandi eiginleika sína á húðina og hjálpar til við að draga úr umfram fituframleiðslu. Inniheldur A vitamin, B1-vítamín, B2-vítamín, E-vítamín og salýlsýru.

+ Lífræn jójóba olía er fljótandi vax og ein mikilvægasta olían í húðvörum. Ólíkt mörgum öðrum olíum er jójóba efnafræðilega mjög svipuð seytuefnum mannslíkamanns. Í olíunni eru náttúruleg sólarvörn SPF 5, hún fer hratt inn í húðina og í stað þess að skilja eftir sig klístraða tilfinningu þá skilur hún eftir sig mjúka og ljúfa tilfinningu.

+Lífræn apríkósukjarna olía er áferðarlétt og smýgur auðveldlega inn í húðina. Þessi er ein besta olían fyrir viðkvæma húð þar sem hún getur hjálpað til við að róa bæði ertingu og bólgur. Apríkósukjarnaolían er einnig auðug af vítamínum og má þar nefna A, E og B.

Notkun:

 • Nuddið með hreinum höndum smá skammti af kremi á húðina.
 • Kremið má bera á eins oft og þurfa þykir og má nota hvar sem er á líkamann.
 • Eftir að krukkan hefur verið opnuð er mælt með því að nota kremið innan sex mánaða.
 • Geymið þar sem börn ná ekki til.
 • Ef þú gengur með barn eða ert með barn á brjósti er mælt með að leita álits heilbrigðisstarfsmanna vegna innihaldsefna.

INNIHALD: helianthus annuus (sólblómaolía) fræolía *, prunus armeniaca (apríkósu) kjarnaolía *, simmondsia chinensis (jojoba) fræolía *, cera flava (bývax), calendula officinalis (calendula) blóm *, tókóferól (vítamín e).

 • * lífrænt.

  Innihaldslýsing getur breyst án fyrirvara, vinsamlegast skoðið innihaldslýsingu á umbúðum til að sjá nýjasta innihaldsefnalistann.

  Þetta öfluga og nærandi húðkrem hreinlega bráðnar inn í húðina, gefur henni raka, bætir og lagar þurra bletti.. Þetta er fjölhæfasta varan okkar, úr náttúrulegum hráefnum og inniheldur ekki; parabena, SLS eða kemísk rotvarnarefni.

  Þetta húðkrem er uppáhald Bond fjölskyldunnar sem hún hefur alltaf við höndina. Það hentar öllum fjölskyldumeðlimum, svo milt að það má nota á viðkvæma húð barna og fullorðinna og svo er það frábært til að róa bæði kláða og ertingu í húð. Það gefur bæði raka og mýkir þurra húð eins og á olnbogum og iljum. Hentar jafnframt vel á meðgöngu sem bumbuáburður og á geirvörur fyrir brjóstagjöf. Kremið hjálpar til við að róa kláða í húð af völdum exema og psoriasis. Það má jafnvel nota sem varasalva.

  ------

  Að meðaltali bera konur 168 eiturefni daglega á húðina og eru jafnvel ekki meðvitaðar um hvaða áhrif þessi efni geta haft til langs tíma á heilsu þeirra eða umhverfið. Hugmyndafræðin á bak við stefnu Nathalie Bond er ,,minna er meira” og þess vegna nota þau aðeins mild náttúruleg hráefni í vörurnar sínar.


  Deila þessari vöru


  Meira úr þessum vöruflokki