Bloom - sápa
Bloom - sápa
Nathalie Bond

Bloom - sápa

Venjulegt verð 1.210 kr

Nærandi sápustykki fyrir allan líkamann úr mildum lífrænum hráefnum. Inniheldur franskan bleikan leir sem er afskaplega mildur og þekktur fyrir að draga óhreinindi úr húðinni án þess að þurrka hana. Bloom sápan er róandi með rósa- og patchouli ilmi og silkimjúkri áferð. Þessi sápa hentar sérstaklega vel fyrir viðkvæma húð. Hvert stykki er einstakt og handgert á vinnustofu Nathalie Bond.

Framleitt úr vottuðum lífrænum hráefnum

  • +100% náttúruleg
  • +76% lífræn
  • 100% endurvinnanlegar og plastlausar umbúðir
  • Hentar fyrir vegan
  • Þyngd: 100 gr.

Notkun
Nuddið sápunni á raka húð þar til freyðir og skolið vel á eftir.
Varist að láta sápuna berast í augu. Ráðlagt er að nota sápuna innan sex mánaða eftir opnun umbúða. Á milli þess sem sápan er notuð mælum við með að láta hana standa þar sem vatn getur runnið af henni.

INNIHALD: natríumkókóat **, natríumólivat **, natríum shea-smjörhýði **, vatn, glýserín *, natríum castorat **, pelargonium graveolens blómolía, montmorillonít, illite, rosa damascena petals, cymbopogon martini olía, pogostemon cablin olía.

  • *Lífrænt hráefni
  • **Með lífrænum hráefnum

Hlutar ilmkjarnaolíu: sítrónu, geraníól, sítrónellól, limóna, linalool.

Innihaldslýsing getur breyst án fyrirvara, vinsamlegast skoðið innihaldslýsingu á umbúðum til að sjá nýjasta innihaldsefnalistann.

------

Þau hjá Nathalie Bond hafa búið til línu af vegan vænum sápustykkjum sem eru 100% náttúrulegar, án parabena og eiturefna og hafa ekki verið prófaðar á dýrum. Hinar mildu og alhliða sápur samanstanda af hreinum ilmkjarnaolíum með silkimjúkum leir, vítamínum og kaldpressuðum olíum sem hreinsa án þess að þurrka húðina. Sápurnar eru alveg án pálmaolíu.

Að meðaltali bera konur 168 eiturefni daglega á húðina og eru jafnvel ekki meðvitaðar um hvaða áhrif þessi efni geta haft til langs tíma á heilsu þeirra eða umhverfið. Hugmyndafræðin á bak við stefnu Nathalie Bond er ,,minna er meira” og þess vegna nota þau aðeins mild náttúruleg hráefni í vörurnar sínar.


Meira úr þessum vöruflokki


People who bought this product, also bought