Gjafaaskja fyrir andlitið
Gjafaaskja fyrir andlitið
Gjafaaskja fyrir andlitið

Gjafaaskja fyrir andlitið

Venjulegt verð 4.590 kr

Minna er meira eru slagorð þeirra hjá Nathalie Bond.

Þessi þriggja liða andlitshreinsipakki er fullur af lífrænum innihaldsefnum sem uppfylla allt sem þarf til daglegrar húðumhirðu, bæði hreinsa og næra.

Ilmurinn sem notaður er í hverja vöru fyrir sig getur hjálpað þér að átta þig á hvað hentar þér best. Almennt séð og þá sérstaklega fyrir andlitið hentar Bloom vel fyrir eldri húð. Gentle virkar vel fyrir viðkvæma húð og bæði Glow og Revive eru frábær til að styrkja húðina.

Í þessum andlitshreinsipakka eru eftirtaldar vörur:
1 x 100 gr. Bloom sápustykki
1 x 30 ml. Bloom andlits vatn
1 x 10 ml. Gentle andlitsolía

Notkun
Þessi pakki uppfyllir allt sem þarf til daglegrar húðumhirðu.

Við mælum með að nota einhverja eina tegund af húðkreminu okkar til að fjarlægja farða áður.

Skref 1. Eftir að farði hefur verið fjarlægður þrífurðu andlitið með Bloom sápunni. Rósa geranium olían í sápunni ásamt franska bleika leirnum hjálpar til við að meðhöndla unglingabólur, bólgu í húðinni og eins er hún þekkt fyrir að halda hormónum í jafnvægi. Síðan þurrkar þú húðina örlítið en skilur eftir smá raka.

Skref 2. Úðaðu andlitið með rósa andlitsvatninu. Þegar við erum þyrst þá drekkum við einhvern vökva og það vil húðin líka gjarnan gera. Hún þarfnast vökva til að örva og viðhalda hyalaron. Þegar húðin þarfnast raka framleiðir hún olíur. Með því að nota bæði andlitsvatnið og húðolíuna hjálparðu húðinni að viðhalda heilbrigði sínu.

Skref 3. Eftir hreinsun og úðun er gott að nudda nokkrum dropum af andlitsolíunni á andlit og háls. Andlitsolían smýgur auðveldlega inn í húðina og hjálpar til við að draga úr fínum línum og gerir húðina mýkri og sléttari.

Innihald 

smellið á hlekkina til að lesa nánar um hverja vöru fyrir sig.

Bloom sápustykki, Bloom andlits vatn, Gentle andlitsolía

    

   ------

   Þau hjá Nathalie Bond hafa búið til breska línu af handgerðum, lífrænum líkamsskrúbbum sem eru bæði endurnærandi og orkugefandi ásamt því að hreinsa húðina og mýkja.

   Að meðaltali bera konur 168 eiturefni daglega á húðina og eru jafnvel ekki meðvitaðar um hvaða áhrif þessi efni geta haft til langs tíma á heilsu þeirra eða umhverfið. Hugmyndafræðin á bak við stefnu Nathalie Bond er ,,minna er meira” og þess vegna nota þau aðeins mild náttúruleg hráefni í vörurnar sínar.


   Deila þessari vöru


   Meira úr þessum vöruflokki