Bloom - andlitsolía
Öflug blanda af lífrænum hágæða olíum sem innihalda m.a. baobab, argan og rósa geranium sem veita húðinni djúpan raka og auka ljóma húðarinnar. Andlitsolían fer hratt inn í húðina, dregur úr fínum línum og gerir húðina mýkri og sléttari.
Framleidd með vottuðum lífrænum innihaldsefnum.
- 10 ml. / 30 ml.
+ Argan olía er þekkt fyrir þá eiginleika sína að vinna gegn öldrun fyrir tilstuðlan mikils magns af E-vítamíni og saponínum sem mýkja húðina. Hún hjálpar til við að draga úr fínum línum með því að endurheimta vatns- og fitu lag húðarinnar ásamt því að kæla og róa bólgu.
+ Baobab fræolía er einstaklega öflug og nærandi fyrir bæði húð og hár - í henni finnast allar þrjár omega fitusýrurnar: omega 3, 6 og 9, auk þess sem hún inniheldur nokkrar sjaldgæfar fitusýrur og fjölda vítamína þar á meðal vítamín A, D, E og K.
+Camellia fræolía er auðug af olíusýru. Hún inniheldur A, B og E vítamín auk fosfórs, kalsíums, járns, mangans og magnesíums.
+ Kalendúla olían er þekkt fyrir bæði róandi og sefandi eiginleika sína á húðina og hjálpar til við að draga úr umfram fituframleiðslu. Inniheldur A-vítamín, B1-vítamín, B2- vítamín E-vítamín og salisýlsýru.
Hentar öllum húðgerðum.
Notkun:
Eftir hreinsun húðarinnar notarðu dropateljarann til að setja 4-5 dropa í lófann og nudda olíunni varlega á andlit, háls og niður á bringu. Notaðu fingurgómana til að nudda olíunni varlega á viðkvæma húðina undir augunum og passaðu þig á að teygja ekki húðina. Gefðu olíunni nokkrar mínútur til að fara vel inn í húðina áður en þú berð á hana farða.
- Vinsamlegast notið vöruna innan sex mánaða eftir opnun.
- Geymið þar sem börn ná ekki til.
- Þar sem varan inniheldur ilmkjarnaolíur mælum við með að prófa hana fyrst á litlu svæði á líkamanum.
INNIHALD: argania spinosa (argan) kjarnaolía *, camellia oleifera (camellia) fræolía *, prunus armeniaca (apríkósu) kjarnaolía *, helianthus annuus (sólblómaolía) fræolía *, adansonia digitata (baobab) fræolía *, calendula officinalis ( calendula) blóm *, e-vítamín (tókóferól), pelargonium graveolens (rose geranium) blómaolía, cymbopogon martini (palmarosa) olía, sítrónu +, geraniol +, linalool +, citronellol +, limonene +, farnesol +.
- + náttúrulegur hlutar af ilmkjarnaolíum.
- * lífræn efni.
Innihaldslýsing getur breyst án fyrirvara, vinsamlegast skoðið innihaldslýsingu á umbúðum til að sjá nýjasta innihaldsefnalistann.
------
Að meðaltali bera konur 168 eiturefni daglega á húðina og eru jafnvel ekki meðvitaðar um hvaða áhrif þessi efni geta haft til langs tíma á heilsu þeirra eða umhverfið. Hugmyndafræðin á bak við stefnu Nathalie Bond er ,,minna er meira” og þess vegna nota þau aðeins mild náttúruleg hráefni í vörurnar sínar.