Gjafasett - viðhafnarsett
Gjafasett - viðhafnarsett
Matcha premium viðhafnarsettið er fullkomið fyrir alla þá sem elska te og þeirri japönsku athöfn sem fylgir því að búa til matcha te sem oft er kölluð ,, the way of tea“ Settið hentar jafnframt öllum þeim sem eru að taka sín fyrstu skref á matcha ferðalaginu.
Settið inniheldur:
- Moya Matcha hefðbundið grænt te 30 gr.
- Matchawan – handgerð matcha skál úr borosilicate gleri (rannsóknarstofugleri) með stút þannig að auðvelt er að hella úr henni.
- Bambus písk - Chasen
- Stand fyrir pískinn
- Chasahaku - bambusskeið
Kemur í fallegri gjafaöskju.
*****
Moya matcha traditional te - 30 gr.
Hágæða lífrænt matcha með jafnvægi á millli bitursætu bragði, rjómalagaðri áferð og grænum lit. Ríkulegt tebragðið hentar fullkomlega til að drekka teið eitt og sér en jafnframt má nota það í smoothies og límonaði. Moya matcha traditional teið er fyrsta og önnur uppskeran úr teplöntum sem eru sérstaklega varðar fyrir beinu sólarljósi. Það ferli gerir það að verkum að blaðgrænan verður meiri og L-theanine innihaldið sömuleiðis. Ferskum laufunum er síðan safnað saman, þau þurrkuð og möluð í duft.
Bambuspískur. - Chasen
Hefðbundin bambuspískur sem kallaður er ,,chasen“ er ómissandi við japanska matcha teathöfn. Fínlegu og handgerðu krókarnir eru skornir út úr einu bambusstykki af handverksmönnum sem lært hafa tæknina kynslóð fram af kynslóð. Þegar þú nota pískarann til að þeyta matcha te er best að hafa úlnliðinn mjúkan og slakan og gera stuttar og snöggar hreyfingar og mynda bókstafinn ,,M“ eða ,,W“ – það hjálpar til við að mynda hina fullkomnu og eftirsóttu froðukenndu áferð á teinu.
Standur fyrir bambuspísk - Naoshi
Hinn hefðbundni matcha písk standur er ekki aðeins fallegur hluti af settinu heldur er hann jafnframt hagnýtur til að viðhalda gæðum, endingu og lögun písksins og um leið hjálpa honum að þorna hraðar.
Efni: postulín
Stærð: 7 cm á hæð og 6 cm í þvermál
Litur: Onyx svartur
Má fara í uppþvottavél.
Matcha bambusskeið - Chashaku
Chashaku er hefðbundin japönsk skeið til að bera fram matcha og óaðskiljanlegur hluti af matcha teathöfninni. Bogni hluti skeiðarinnar er notaður til að moka upp litlum skammti af tei og setja í matchawan skálina. Teinu og vatninu er síðan þeytt saman með bambuspískinum þangað til það myndar mjúkt teið. Hver og einn fær sér síðan það magn af matcha sem hann kýs. Þunnt te, eða ,,usucha“ er útbúið með einni eða tveimur skeiðum af tei og u.þ.b. 100 ml. af vatni.
Efni: Bambus
Lengd: 18 cm.
Má ekki fara í uppþvottavél.