Alum steinn - svitalyktareyðir
Burstenhaus Redecker

Alum steinn - svitalyktareyðir

Venjulegt verð 990 kr

Náttúrulegur stein sem notaður er í stað hefðbundins svitalyktaeyðis. Þennan bleytirðu lauslega og strýkur honum undir handakrikan eins og venjulega. Hann kemur ekki endilega í veg fyrir að þú svitnir en hann kemur í veg fyrir vonda lykt.

Ólíkt hefðbundnum svitalyktaeyði þá felur þessi ekki svitalyktina með öðrum lyktarefnum. Þess í stað kemur hann í veg fyrir að svitalyktin myndist vegna þess að hann vinnur gegn bakteríunum sem mynda lyktina.

Svona steinar, eða kristallar eins og margir nefna þá, hafa verið notaðir frá fornu fari og þá sérstaklega í tengslum við snyrtingu. Ástæðan er ýmsir eiginleikar steinsins eins og að þeir eru ekki ofnæmisvaldandi, hafa herpandi áhrif á húðina og því oft notað eftir rakstur, eru sótthreinsandi og hefta svitamyndun.   

Sumir hafa jafnvel notað þá eftir skordýrabit.

Lyktarlaus

60 gr.


Meira úr þessum vöruflokki